fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fréttir

Setja verðþak á rússneska olíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 09:19

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur ákveðið að setja verðþak á rússneska olíu og verður það 60 dollarar á tunnu. Markmiðið með þessu er að takmarka tekjur Rússa af olíusölu en um leið tryggja jafnvægi á framboði á olíu á heimsvísu.

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar náðu aðildarríki ESB og fleiri fljótt samstöðu um ýmsar refsiaðgerðir gegn Rússum en það reyndist erfiðara að ná samkomulagi um refsiaðgerðir sem beinast gegn orkusölu Rússa þar sem óttast var að refsiaðgerðir gætu raskað jafnvæginu á heimsmarkaðinum og þar með haft neikvæð áhrif á efnahagsmál heimsins.

Verðþakið þýðir að ESB-ríkin ákveða hversu mikið má greiða að hámarki fyrir rússneska orkugjafa. Þannig verður það, fræðilega séð, ESB sem ákveður verðið en ekki Rússland.

G7-ríkin, sem eru sjö stærstu efnahagsveldi heims, höfðu áður náð saman um að setja verðþak upp á 65-70 dollara á hverja tunnu af rússneskri olíu en aðildarríki ESB áttu eftir að koma sér saman um hvort og þá hvernig þau myndu styðja við þetta verðþak.

Nokkur ríki, til dæmis Þýskaland, Danmörk og Holland, höfðu áhyggjur af að Rússar myndu finna aðra kaupendur að gasi ef ESB gripi inn í verðið á markaðnum.

Sérfræðingar segja að nú verði spennandi að sjá hvort ríki á borð við Kína og Indland, sem kaupa mikið af rússneskri olíu, muni taka þátt í þessu verðþaki eða hvort þau muni nýta sér þetta til að semja um enn lægra verð á rússneskri olíu. Það er það sem G7-ríkin vonast til að gerist.

Vladímír Pútín sagði í september að verðþak á rússneska olíu væri heimskuleg hugmynd sem gæti endurkastast á Evrópu eins og búmerang. Um helgina boðaði talsmaður hans viðbrögð frá Pútín fljótlega vegna ákvörðunar ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum
Fréttir
Í gær

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar
Fréttir
Í gær

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman