fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hóf Pútín stríðið í mikilmennskubrjálæði sem var afleiðing af sterkum lyfjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. desember 2022 14:15

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, blés mögulega til innrásarinnar í Úkraínu undir áhrifum lyfja og hormóna sem ætlað var að ráðast gegn krabbameini sem hrjáir hann. Ein af aukaverkunum lyfjanna er sú að sjúklingurinn getur þjáðst af mikilmennskjubrjálæði.

Þetta kemur fram í viðtali Berlingske Tidende við aðila sem hefur umsjón með upplýsingasöfnun leyniþjónustu danska hersins varðandi Rússland og þá sérstaklega forseta landsins. Maðurinn, sem kemur fram undir dulnefninu Joakim  í greininni af öryggisráðstöfum, segir að heimildir leyniþjónustunnar hermi að lyfjagjöfin hafi haft mikil áhrif á ákvarðanatöku Pútín.

Gæti dregið sig inn í skelina á nýju ári

Viðtalið birtist í kjölfar þess að rússnesk yfirvöld viðurkenndu að heilsa Pútín sé áhyggjuefni og sé orðið þjóðaröryggismál í ljósi uppgangs Covid-19 og annarra pesta. Það gæti haft það afleiðingar að Pútín dragi sig enn meira í hlé frá opinberum viðburðum en undir lok ársins var fjölmörgum slíkum aflýst. Þá hafi rússneski miðilinn Proekt greint frá því að sést hafi til krabbameinslækna sem fylgi honum í ferðum.

„Þetta er ekki eitthvað sem ég get sagt með fullri vissu en ég er þeirrar skoðunar að lyfjagöfin hafi haft áhrif á ákvarðanir hans varðandi innrásina í Úkraínu,“ segir Joakim.

Hann segir að heimildir leyniþjóstunnar bendi þó til þess að Pútín sé ekki dauðvona af völdum krabbameinsins þó að veikindin taki sinn toll af honum. Það gæti haft þau áhrif að næstráðendur hans telji vænlegast að annar og öflugri aðili taki við stjórnartaumum í landinu.

„Við erum handviss um að hluti af rússnesku elítunni sé þeirrar skoðunar að Rússland sé á rangri leið,“ segir Joakim. Hann segir þó að líklegra sé en ekki að Pútín haldi völdum í einhver ár í viðbót.

Erfitt að sjá væntanlega arftaka

„Það er erfitt að sjá einhvern sem að ógnar honum. Ef sá aðili blasti við þá væri rússneska leyniþjónustan búin að kæfa þá ógn,“ segir Joakim. Hann segir að persónuleg ábyrgð Pútín á stríðinu sé mikil og ákvarðanir sem hann hefur tekið hafa valdið miklum skaða.

Joakim nefnir sem dæmi að sú trú rússneskra hermanna að þeim yrði tekið fagnandi í Úkraínu hafi byggst á mikilmennskubrjálæði Pútín. Þá hafi stríðið verið skipulagt í þröngum hóp nánustu samstarfsmanna Pútín og upplýsingunum komið til hersins á síðustu stundu. „Það varð til þess að rússneska herliðið vissi ekki í hvorn fótinn það ætti að stíga,“ segir Joakim.

Ýmsar fréttir hafa borist af því að Pútín líti einkennilega út og hafi stundum ekki almennilega stjórn á útlimum sínujm. Að mati Joakims er það afleiðing lyfjanna sem og krónískra verkja sem Rússlandsforseti hefur þjáðst af í langan tíma.

‘„Þessvegna á hann það til að grípa fast í hluti þar sem hann situr á fundum. Það er til þess að linna sársaukann,“ segir Jókim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg