Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt og því miður voru alltof mörg mál sem komu upp sem snerust að akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna. Samkvæmt dagbók lögreglu komu alls upp átta slík mál á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Þá voru nokkur útköll vegna líkamsárása. Í Garðabæ réðst ótilgreindur maður á samstarfsfélaga sinn kl.1 í nótt og flúði af vettvangi áður en lögreglu bar að garði. Um kl.23 í gær var lögreglan kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar í Árbæ en þar hafði aðili lamið annan með pönnu. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins en sá slasaði var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.