fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Ný íslensk rannsókn byltir krabbameinsgreiningum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 10:30

Blóðsýnataka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2016 til 2019 var skimað fyrir forstigi mergæxlis hjá 75.000 manns. Þátttakendunum var fylgt eftir frá 2017 þar til nú. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem heitir Blóðskimun til bjargar, eru sagðar munu hafa mikil áhrif á greiningu á forstigi mergæxlis og geti forðað mörgum frá óþarfa áhyggjum út ævina.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Sigurði Yngva Kristinssyni, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild HÍ og sérfræðingi við Landspítalann, að fram að þessu hafi fólk verið að greinast með forstig mergæxlis sem það var í raun aldrei með, það hafi hins vegar verið með skerta nýrnastarfsemi.

Hann vísar þarna til niðurstöðu rannsóknarinnar sem var samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans og Krabbameinsfélags Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Blood Cancer Journal.

„Við sáum að hjá þeim sem voru með skerta nýrnastarfsemi, sem er tiltölulega algengt, var skilgreiningin á forstigi mergæxlis hreinlega röng. Gamla skilgreiningin, sem allur heimurinn hefur stuðst við, tók ekkert tillit til nýrnastarfsemi,“ er haft eftir Sigurði.

Hann sagði í flestum tilfellum hafi fólk verið ofgreint en einnig hafi verið dæmi um vangreiningu. Niðurstaða rannsóknarinnar mun að hans sögn verða til þess að forða mörgum frá óþarfa áhyggjum út ævina. „Það þyrfti ella að taka af þessu fólki mergsýni, taka röntgenmyndir af beinum og fylgjast með hvort það þrói með sér krabbamein,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm