fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Segir að Ríkislögreglustjóri sé að vekja upp ótta hjá fólki með kvíðaröskun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 15:17

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í hryðjuverkamálinu, gefur lítið fyrir þá ákvörðun Ríkislögreglustjóra, að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar úr A í B í kjölfar þess að sakborningarnir tveir voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi þann 13. desember.

Ráða má af tilkynningu Ríkislögreglustjóra að almannaógn stafi af mönnunum en þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana.

Sjá einnig: Viðbúnaðarstig lögreglu hækkað í kjölfar þess að Sindri Snær og Ísidór voru látnir lausir

Mennirnir tveir hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Verjendur þeirra segja þá játa vopnalagabrot en hafna því með öllu að þeir hafi verið að ráðgera hryðjuverk. Segja þeir þá ásökun byggja á merkingarlausu blaðri mannanna á spjallforriti. Í ákæru kemur fram að þeir hafi sankað að sér ritum hægri öfgamanna og viðað að sér þekkingu um hryðjuverkaaðferðir. Einnig hafi annar þeirra reynt að verða sér úti um lögreglubúning og lögreglumerki en þær tilraunir eru ekki útlistaðar frekar í ákæru.

Dómstólar úrskurðuðu að mennirnir skyldu látnir lausir á grundvelli geðmats en samkvæmt því eru þeir hættulausir bæði sjálfum sér og öðrum.

„Þetta er greinilega spurning um eitthvert stolt hjá ríkislögreglustjóra. Þetta er bæði sóun á almannafé og aðgerð sem gerir ekkert annað en að vekja upp ótta hjá fólki með kvíðaröskun,“ sagði Sveinn Andri er DV bar undir hann ákvörðunina um hækkað viðbúnaðarstig. Sveinn Andri er verjandi Sindra Snær Birgissonar.

Ekki náðist í verjanda Ísidórs Nathanssonar, hins sakborningsins, við vinnslu fréttarinnar.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, mun veita fjölmiðlum viðtöl um málið síðar í dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt