fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Reiði útaf ummælum Einars – „Mér finnst ótrúlegt að maðurinn skuli láta svona út úr sér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. desember 2022 07:02

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óánægja hefur brotist út vegna þeirrar ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur að leggja niður starf Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir, á Hverfisgötu. Á dögunum tók Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, við lista með um 4.000 undirskriftum þar sem fyrirætlununum var mótmælt harðlega. Benda gagnrýnendur á að starfið í Vin sé einstakt og að álag á önnur úrræði muni aukast verulega ef að starfið verður lagt niður.

Reykjavíkurborg tók við reksti Vinjar í sumar af Rauða krossinum. Einar var gestur Fréttavaktarinnar á Hringbraut á dögunum og þar velti hann því fyrir sér hvort að hægt væri að snúa tilbaka til fyrra horfs.

„Ég velti því upp, þetta byrjaði sem sjálfboðaliðaverkefni af hálfu Rauða krossins, starfsemin í húsinu er þess eðlis að það þarf ekki endilega fagfólk til þess að sinna því. Ég velti fyrir mér hvort einhverjir af þessum 4.000 sem skrifuðu undir þetta eða Rauði krossinn eða aðrir sem vilja sinna þessum hópi með þessum hætti vilji gera það áfram,“ sagði Einar.

Þessi orð hans hafa fallið í grýttan jarðaveg.

„Ummæli Einars eru óheppileg og vísbending um að hann áttar sig ekki á mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar, áttar sig ekki á mikilvægi þess að hafa þjálfað fólk til að starfa með þessum hópi,“ er haft eftir Margréti Ásgeirsdóttur í frétt Fréttablaðsins.

Undir það tekur Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista „Mér finnst ótrúlegt að maðurinn skuli láta svona út úr sér. Hann kastar ábyrgðinni frá sér,“ segir Sanna sem telur ummæli Einars til marks um vanþekkingu þeirra sem hafi völdin um framtíð Vinjar.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin