fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Njáll Trausti telur raunhæft að flytja millilandaflugið tímabundið á Reykjavíkurflugvöll

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 14:55

Njáll Trausti Friðbertsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að hugleiða ætti hvort best sé að nota Reykjavíkurflugvöll fyrir hluta af innanlandsflugi næsta sólarhringinn þar sem veður sé mun skaplegra í Reykjavík en í Keflavík.

Njáll Trausti er flugumferðarstjóri og situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann varpaði hugmyndinni fram á Facebook:

„Nú er spurning hvort ekki eigi að taka þetta lengra og skoða vel að fljúga millilandaflugið frá Reykjavíkurflugvelli næsta sólarhringinn. Miðað við veðrið síðustu klst. og veðurspárnar fyrir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll næsta sólarhringinn.“

Tilefnið eru hugmyndir sem eru í skoðun um að fljúga farþegum frá Keflavík til Reykjavík, en vegir þar á milli eru lokaðir. Njáll segir í svari við fyrirspurn frá DV:

„Veðurathuganir og veðurspá fyrir Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöll sýna okkur að það má ætla að veðuraðstæður á Reykjavíkurflugvelli líta út fyrir að vera hagstæðari en á Keflavíkurflugvelli næsta sólarhringinn. Það fara að skapast vandamál með landganganna út í flugvélarnar þegar veðurhæð fer yfir 40 hnúta. Næsta sólarhringinn má reikna með að vindhraði á Miðnesheiðinni verði frá rétt 40 hnútum og í vindhviðum nær vindhraðinn allt að 55 hnútum. Þetta er reyndar ekki nýtt vandamál í Keflavík og mikið rætt hvort það væri hægt að bæta úr með einhverjum hætti og skoða hvernig staðið er að málum á flugvöllum sem staðsettir á vindasömum stöðum.“

Njáll segir að viðbragðsáætlun sem þessi ætti fyrst og fremst að vera notuð til að koma á samgöngum við meginland Evrópu, sem og London:

„Svona viðbragðsáætlun hlyti fyrst og fremst að koma á samgöngum við meginland Evrópu og þá væri væntanlegast að koma sem flestum á Kaupmannahöfn og London. Boeing 757 vélar Icelandair væru væntanlega öflugastar í svona verkefni, mikil afkastageta og getur tekið marga farþega.“

Njáll segir enn fremur:

„Ég er ekki að tala um að tengimiðstöðinni sé haldið gangandi heldur að skoða möguleika á því hvort það sé hægt með einhverjum hætti að halda lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu. Þannig að það væri ekki nauðsynlegt að afgreiða margar vélar á Reykjavíkurflugvelli á sama tíma. Flugstöðin í Vatnsmýrinni er auðvitað takmarkandi þáttur í svona aðstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”