fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Áætlun Rússa um innrásina í Úkraínu var svo leynileg að hún mistókst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 06:08

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlun Rússa um að ráðast inn í Úkraínu var svo leynileg að yfirstjórn hersins vissi ekki um hana fyrr en nokkrum dögum áður en hún hófst þann 24. febrúar. Þessi mikla leynd varð til þess að Rússar náðu ekki þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hugveitunni Royal United Services Institute (RUSI).

Í henni kemur fram að samkvæmt áætlun Rússa þá hafi þeir ætlað að ráðast inn í Úkraínu og hernema landið á aðeins tíu dögum til að geta innlimað landið í Rússland fyrir júlílok. Það var því mikilvægur hluti af áætluninni að villa um fyrir Úkraínumönnum og halda áætluninni leyndri til að halda úkraínskum hersveitum fjarri Kyiv.

Rússum tókst að villa um fyrir Úkraínumönnum og þegar innrásin hófst voru styrktarhlutföll herja landanna 12 á móti 1, Rússum í vil, norðan við Kyiv.

En þessi velheppnaða blekking og mikla leynd, meira að segja fyrir yfirmönnum hersins, urðu þó til þess að rússnesku hersveitirnar voru ekki nægilega vel í stakk búnar til að geta framfylgt áætluninni.

Þar sem þessi mikli liðsmunur og hröð sókn skiluðu ekki tilætluðum árangri lentu rússnesku hersveitirnar fljótlega í vandræðum þar sem Úkraínumenn gripu til vopna og kvöddu mikinn fjölda karla til herþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“