Eldsvoði varð er pottur gleymdist á eldavél í íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í færslu á Facebook frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mörg útköll voru hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring. Sjúkrabílar fóru í 131 útkall og dælubílar slökkviliðsins í sex útköll. Slökkviliðið birti meðfylgjandi mynd úr einu útkallinu, sem sýnir afleiðingar þess að pottur gleymdist á eldavélarhellu.
Í færslunni segir:
„Mikið var að gera hjá okkur síðasta sólarhring. Við fórum í 131 útkall á sjúkrabílunum okkar og væri óskandi að næstu 24 tímarnir yrðu mun rólegri.
Dælubílar fóru líka í ein sex útköll og er mynd dagsins úr einu þeirra en þar gleymdist pottur á eldavél með þessum afleiðingum.
Farið varlega og munið að hafa reykskynjara í lagi.
kv SHS“