Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Thomas De Farrier, en hann er 66 ára frá Bretlandi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Thomas, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 1-1-2 eða 444 2200 á dagvinnutíma, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið rg01@logreglan.is. Hann er sjálfur hvattur til að gefa sig fram hjá lögreglu.