Samkvæmt gögnum sem Statistics Korea kynnti í gær eru Ísland, Sviss og Japan þau lönd innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD þar sem lífaldur er mestur.
Samkvæmt tilkynningunni, sem varðar árið 2021, er lífaldur svissneskra og íslenskra karlmanna 81,9 ár. Því næst kemur Noregur með 81,7, svo Japan með 81,6 og svo Svíþjóð með 81,4 ár. Meðaltal OECD fyrir karlmenn eru 77,7 ár.
Önnur saga er þó með konurnar, en þar ná íslenskar konur ekki á topp fimm listann, en það er þó ekki neikvætt þar sem lífaldur kvenna er almennt meiri í OECD en karlmanna. Efst á lista er Japan með 87,7 ár, svo Suður-Kórea með 86,6, því næst Spánn með 86,2, svo Sviss með 85,9 og Frakkland með 85,5. Meðaltal OECD er 83,1 ár.