Nýtt frumvarp um sanngirnisbætur sem nú liggur fram í samráðsgátt stjórnvalda eru ískaldar kveðjur til vistheimilabarna, segir Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur. Forsætisráðherra telur frumvarpið hins vegar framfaraskref.
Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Transparency international sem berst gegn spillingu segir að Ísland á slæmum stað í þessum málaflokki og er ósammála forsætisráðherra um að miklar umbætur séu að verða hér á landi í þeim málum.
Smári Sigurðsson, fyrrum formaður Landsbjargar segir það ólýsanlega erfiða tilfinningu að koma á slysstaði þar sem barna er saknað. Eitt af erfiðustu málunum sem hann hefur fengist við var við ána Bergvatnskvísl þegar kona og þrjú börn létust.
Yngsta sinfóníuhljómsveit landsins, sinfóníuhljómsveit Suðurlands er mönnuð tónlistarfólki allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafjarðar. Sveitin heldur jólatónleika á laugardag.