fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir að Rússar hafi ekki lært af mistökum sínum og það geti gagnast Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 07:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er hart barist við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu en þar hefur verið barist stöðugt síðan í maí. Á þessum sex mánuðum hafa Rússar náð að sækja fram nokkra kílómetra í einu en alltaf hefur Úkraínumönnum tekist að hrekja þá aftur skömmu síðar.

Gríðarlegt mannfall hefur verið í þessum bardögum og hafa sérfræðingar líkt átökunum þarna við það sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Það er að hermenn húka í skotgröfum og stórskotalið lætur sprengjum rigna yfir þá.

Fyrir helgi sögðust Rússar hafa náð þremur bæjum nærri Bakhmut á sitt vald. En eftir því sem bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í greiningu þá hafa Rússar ekki staðið sig mjög vel í bardögunum við Bakhmut.

Er það mat ISW að bardagarnir hafi kostað Rússa mikla krafta og valdið þeim miklu tjóni, bæði manntjóni og tjóni á hergögnum, án þess að þeir hafi náð neinum stórum áföngum.

„Aðgerðir Rússa nærri Bakhmut benda til að rússnesku hersveitunum hafi mistekist að læra af fyrri sóknaraðgerðum sínum,“ segir í greiningu ISW.

ISW segir að sóknaraðgerðir Rússa á þessu svæði séu ónauðsynlegar og hafi haft önnur áhrif en Rússar höfðu í hyggju og það geti Úkraínumenn nýtt sér.

„Sóknir Rússa við Bakhmut hafa kallað á stóran hluta af bardagafærum rússneskum hersveitum sem aftur gerir sóknir Úkraínumanna annars staðar auðveldari,“ segir ISW.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu