fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Nafn skipverjans sem er saknað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. desember 2022 23:00

Grindavík úr lofti Mynd-grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipverjinn sem féll útbyrðis í Faxaflóa um helgina heitir Ekasit Thasaphong. Ekasit er fæddur árið 1980 en hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísi hf. sem send var á fjölmiðla í samráði við fjölskyldu Ekasit.

Í tilkynningunni segir að Ekasit hafi komið ungur til Íslands og að hann hafi lengst af starfað hjá Vísi hf. síðan hann kom hingað.

Mikil sorg er í Grindavík þessa stundina en um leið samhugur. Haldin var bænamessa í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi en Ragnar Rúnar Þorgeirsson, fyrrverandi stjúpfaðir Ekasit, ræddi við DV um messuna í dag. Ragnar sagði að bænastundin hafi verið áhrifamikil og að mikill samhugur sé á meðal Grindvíkinga.

„Það var smekkfull kirkja og mikið um faðmlög eftir messuna. Þetta var voðalega indælt. Það mættu allir í stjórninni hjá Vísi og sjálfur Samherjaforstjórinn kom líka. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim fyrir þetta,“ segir Ragnar. „Svo eftir messuna fórum ég og strákarnir mínir heim til hans og tókum utan um konuna hans og fólkið þar.“

Sjá einnig: Sorg og samhugur í Grindavík eftir hvarf skipverjans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“