fbpx
Föstudagur 31.mars 2023
Fréttir

Vísindamaður sem vann með Wuhan stofnuninni segir Covid eina stærstu yfirhylmingu sögunnar – Klúður sem er afrakstur leynilegra rannsókna bandarískra stjórnvaldra

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 3. desember 2022 14:15

Dr. Andrew Huff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur vísindamaður, dr. Andrew Huff, sem starfaði náið með veirufræðistofnuninni í Wuhan í Kína, heldur því fram að Covid veiran eigi uppruna sinn þar. Hafi hún borist út með vegna lélegra öryggisráðstafana, til að mynda með sýktum starfsmanni eða að ekki hafi verið rétt staðið að förgun úrgangs stofnunarinnar.

Í næstu viku kemur út bók eftir dr. Huff, sem er farsóttafræðingur, þar sem hann fullyrðir að að heimsfaraldurinn sé til kominn vegna leynilegra rannsókna Wuhan stofnunarinnar á corona vírusum, fjármögnuðum af Bandaríkjastjórn.

Úrdráttur úr bókinni birtist í breska blaðinu The Sun í dag.

Dr. Andrew Huff er fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka, EcoHealth Alliance, sem einbeita sér að verndun lýðheilsu og dýralífs gegn farsóttum.

Doktorinn vann svo árum saman með stofnuninni í Wuhan.

Vitað frá fyrsta degi

EcoHealth Alliance hafði rannsakað hinar ýmsu tegundir corona veira í leðurblökum í rúmlega áratug áður en Covid braust út og vann dr. Huff lengi náið með stofnuninni í Wuhan sem sérfræðingur, ráðinn af bandarískjum stjórnvöldum. Hann var aftur á móti starfsmaður EcoHealth, ekki Bandaríkjastjórnar.

Segir hann vísindamenn EcoHealth hafa kennt kollegum sínum í Kína aðverðir til að þróa corona veirur úr leðurblökum til fjölda ára. Segir hann að stjórnvöld, bæði í Bandaríkjunum og Kína, hafa vitað frá fyrsta degi að Covid væri erfðabreytt veira, búin til á rannsóknarstofunni í Wuhan.

Aftur á móti komi það honum ekkert á óvart að svo að segja allt sé reynt til að telja fólki trú um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna.

Eitt stærsta klúður sögunnar

Segir dr. HuffCovid faraldurinn sé ein mesta yfirhylming sögunnar og sennilega stærsta klúður bandarískra leyniþjónustustofnana allt frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001.

Hann segir enn fremur að Bandaríkjastjórn beri ábyrgð á þróun hættulegrar líftækni í Kína og hafi logið upp í opið geðið á þegnum sínum, og heiminum öllum.

Stjórnvöld í Kína svo og yfirmenn stofnunarinnar í Wuhan hafa ávallt neitað ásökunum um að veiran hafi borist þaðan. En það eru margir sem efast um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga.

Dr. Huff segir að með tímanum hafi hann orðið sífellt óttaslegnari um að rannsóknir, sem hann áleit upphaflega vera rannsóknir á veirum, til verndunar dýralífs, gætu hugsanlega verið notaðar til að framleiða líftæknivopn. Segir hann að þær tegundir örvera sem Wuhan stofnunin var farið að vinna með árið 2014, hefðu ekki undir nokkrum kringumstæðum getað þróast í náttúrunni, og farið að hafa áhyggjur.

Segir hann það dapurlegt að hans eigin stofnun hafi í raun þróað SARSCoV-2 og það meðan að hann sjálfur var í stjórn samtakanna.

Öryggi var lélegt í Wuhan að sögn dr. Huff.

Ekki viljaverk

Aftur á móti segist hann viss um að tilgangurinn hafi aldrei verið að koma af stað heimsfaraldri, frekar sé um að ræða klúður í kjölfar rannsókna sem ætlaðar voru til upplýsingaöflunar, án þess þó að hafa einhvern ákveðinn tilgang.

Dr. Huff segist efast um að verið hafi verið að leita eftir einhverri allsherjarlausn á þróun hættulegra veira en hann hefur heldur ekki trú á því að um raunverulega þróun líftæknivopna hafi verið að ræða. Hann segist þó ekki geta verið viss.

Segir dr. Huff að fljótlega hafi yfirvöld í Bandaríkjunum áttað sig á hversu mikið hann vissi um eðli starfsseminnar. Því hafi hann verið álitin ógn, ekki síst þar sem hann var ekki opinber starfsmaður. Var honum boðið toppstaða hjá stjórnvöldum sem hann segir ekkert annað en tilraun til að þagga niður í honum og hann því afþakkað starfið.

Segir dr. Huff viss um að þá hafi hafist eftirlit með honum, drónar og þyrlur á vegum hersin hafi flogið yfir hús hans og hafi hann verið eltur.

Lýðheilsustofnun Bandaríkjanna hefur aftur á móti fullyrt að útilokað sé að þær tegundur corona vírusa sem EcoHealth Alliance rannsakaði með vísindamönnum í Wuhan hafi valdið Covid-19.

Bók dr. Huff, The Truth about Wuhan: How I Uncovered the Biggest Lie in History, kemur út 6. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín vilji ekki friðarviðræður – Vill sigra

Segir að Pútín vilji ekki friðarviðræður – Vill sigra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bruninn á Tálknafirði upplýstur

Bruninn á Tálknafirði upplýstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona á Akureyri sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi – Örlagaríkt atvik á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu

Kona á Akureyri sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi – Örlagaríkt atvik á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju – „Ég hef gerst sek um sjálfsmyndar-ögrun og vesen fyrir vinkonur hennar og slíkt skal ekki þola“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju – „Ég hef gerst sek um sjálfsmyndar-ögrun og vesen fyrir vinkonur hennar og slíkt skal ekki þola“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uppáhaldsbarn einræðisherrans klæðist merkjavöru og fær titla – Munaðarleysingjahæli í landinu að fyllast vegna matarskorts

Uppáhaldsbarn einræðisherrans klæðist merkjavöru og fær titla – Munaðarleysingjahæli í landinu að fyllast vegna matarskorts