fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns – „Synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. desember 2022 20:39

Friðfinnur Freyr Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert saknæmt átti sér stað varðandi hvarf Friðfinns Freys Kristinssonar, sem leitað hefur verið að síðustu vikur. Hann stakk sér til sunds og synti út í algleymið. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum frá bróður hans, Kolbeini Karli Kristinssyni, sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta.

„Við vorum hjá lögreglunni í dag sem hefur tekið saman öll myndbönd sem til eru af Friðfinni daginn örlagaríka og þar í kring. Við vitum því nú loksins fyrir víst að sundmaðurinn sjálfur stakk sér til sunds og synti á lygnum sjó í fallegu veðri út í algleymið. Ekkert saknæmt átti sér stað og Friðfinnur hefur loksins fundið frið,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Hann segir ennfremur að leitinni að Friðfinni sé ekki lokið en að þessum kafla óvissunar sé samt lokið og það veiti fjölskyldunni ákveðna ró.

„Við þökkum fyrir þann ómetanlega stuðning sem við höfum fengið og höldum áfram í vonina um að hann finnist,“ skrifar Kolbeinn Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“