fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Tengsl á milli joðneyslu og greindar barna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur dregið mjög úr neyslu Íslendinga á fiski og mjólkurvörum en úr þessum matvörum fæst joð. Þetta sést þegar frammistaða barna á greindarprófum er skoðuð.

Þetta hefur komið fram í rannsókn Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði við HÍ, sem hefur staðið yfir í áratug og snýst um næringarþörf barnshafandi kvenna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að eitt þúsund barnshafandi konur hafi tekið þátt í rannsókninni. Þvag- og blóðsýni voru teknar úr konunum til að kanna næringarástand þeirra og einnig var fylgst með þarmaflóru fjölda barna þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.

„Í rannsókninni höfum við verið að þróa einfalt skimunartæki til að finna konur sem gætu haft gagn af því að breyta mataræði sínu á meðgöngu. Kveikjan að því er að við sáum fyrir nokkrum árum að tíðni meðgöngusykursýki er algengari hjá konum yfir kjörþyngd fyrir þungun. En þá tókum við líka eftir því að þær konur sem eru yfir kjörþyngd en borða góðan og hollan mat eru ekki í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki,“ er haft eftir Ingibjörgu.

Hún segir að í ljós hafi komið að joð skipti miklu máli fyrir barnshafandi konur. Minni joðneysla hafi áhrif og hafi lítið joð hjá barnshafandi konum verið tengt við lakari frammistöðu barna á greindarprófum.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Fréttablaðsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu