fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Tengsl á milli joðneyslu og greindar barna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur dregið mjög úr neyslu Íslendinga á fiski og mjólkurvörum en úr þessum matvörum fæst joð. Þetta sést þegar frammistaða barna á greindarprófum er skoðuð.

Þetta hefur komið fram í rannsókn Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði við HÍ, sem hefur staðið yfir í áratug og snýst um næringarþörf barnshafandi kvenna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að eitt þúsund barnshafandi konur hafi tekið þátt í rannsókninni. Þvag- og blóðsýni voru teknar úr konunum til að kanna næringarástand þeirra og einnig var fylgst með þarmaflóru fjölda barna þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.

„Í rannsókninni höfum við verið að þróa einfalt skimunartæki til að finna konur sem gætu haft gagn af því að breyta mataræði sínu á meðgöngu. Kveikjan að því er að við sáum fyrir nokkrum árum að tíðni meðgöngusykursýki er algengari hjá konum yfir kjörþyngd fyrir þungun. En þá tókum við líka eftir því að þær konur sem eru yfir kjörþyngd en borða góðan og hollan mat eru ekki í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki,“ er haft eftir Ingibjörgu.

Hún segir að í ljós hafi komið að joð skipti miklu máli fyrir barnshafandi konur. Minni joðneysla hafi áhrif og hafi lítið joð hjá barnshafandi konum verið tengt við lakari frammistöðu barna á greindarprófum.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Fréttablaðsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum