fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Pútín er að gera „drekatennurnar“ sínar klárar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 05:34

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem breska varnarmálaráðuneytið segir þá eru Rússar nú að undirbúa sig undir að verja Maríupol, eða það sem eftir er af borginni. Til að styrkja varnirnar eru þeir að búa til svokallaðar drekatennur.

Það er því ekki að sjá að Rússar séu á þeim buxunum að gefast upp og hörfa frá Úkraínu, að minnsta kosti ekki frá öllum þeim svæðum sem þeir hafa á sínu valdi.

Breska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að Rússar séu að undirbúa harða vörn Maríupol sem hefur verið á þeirra valdi síðan í apríl. Úkraínskar hersveitir hafa sótt fram víða um Úkraínu síðustu vikur og mánuði og nálgast Maríupol. Við þessu eru Rússar að bregðast.

„Líklega er búið að setja upp drekatennur á milli Maríupol og bæjarins Nikolske og frá Maríupol að bænum Staryi Krym. Maríupol er brú Rússa til Krímskagans og mikilvæg fyrir Rússa,“ segir í stöðumati Bretanna.

Drekatennur sem Rússar hafa komið fyrir í Úkraínu. Mynd:Samfélagsmiðlar

 

 

 

 

 

Drekatönn er stór pýramídalaga steypuklumpur sem er notaður til að stöðva framsókn skriðdreka. Þetta var mikið notað í síðari heimsstyrjöldinni og nú eru Pútín og hans menn sagðir vera búnir að setja verksmiðju á laggirnar til að fjöldaframleiða drekatennur.

Bretarnir segja að Rússar muni leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að Úkraínumönnum takist að rjúfa varnarlínur þeirra við Maríupol. Bæði vegna mikilvægrar staðsetningar hennar og vegna þess hversu mörgum orustum þeir hafa tapað að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla