fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Formanni Landsambands hestamanna hótað ofbeldi úr undirheimum – Varar við óhróðri og skítkasti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 15:31

Mynd: Valli. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Halldórsson, formaður Landsambands hestamanna, segir að skítkast og óhróður fæli fólk frá því að taka að sér sjálfboðaliðastörf í félögum hestamanna og víðar í íþróttahreyfingunni. Þetta kom fram í ræðu Guðna á Landsþingi hestamannafélaganna sem fram fór um síðustu helgi.

Fjallað er um ræðuna og hún birt í heild á vef Eiðfaxa.

Í ræðunni tilgreinir Guðni tvö sláandi dæmi um það áreiti og í raun andlega ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir vegna starfa sinna fyrir hestamannahreyfinguna. Hefur honum verið hótað ærumissi og ofbeldi úr undirheimum:

„Ég tek hér tvö örstutt dæmi um aðstæður sem hver og einn getur sett sig inn í. Ég var með fólk í mat heima hjá mér, nánar til tekið formann eins af íslandshestasamtökunum í Evrópu sem ég hef kynnst í gegn um starfið. Þegar ég kíki svo á símann bíða mín 8 sms. skilaboð frá einum aðila þar sem ég er úthrópaður aumingi, vesalingur, ræfill og svo framvegis. Í síðustu skilaboðunum eru svo bein hótun um að ég muni hljóta verr af enda sé viðkomandi sendandi vel tengdur í undirheimum. Einnig langar mig að taka dæmi af því þegar ég kom fram eftir að hafa verið að lesa fyrir 7 ára dóttur mína á virku kvöldi. Þá bíður mín símtal frá mjög áhrifamiklum manni í íslensku samfélagi. Manni sem hefur bæði mikil ítök í viðskiptalífinu og stjórnmálum. Sá hélt 5 mínútna einræðu um það hversu mikill aumingi og vesalingur ég væri og að hann myndi sjá til þess að allir á Íslandi myndu vita hversu mikill vesalingur og mannleysa Guðni Halldórsson væri. Hann myndi einnig sjá til þess að vinnuveitendum og atvinnurekendum yrði gert ljóst hversu skítlegan mann og ræfil ég hefði að geyma.“

Segir Guðni að samskipti af þessu tagi séu því miður ekki einsdæmi og sé þessi ómenning að verða viðvarandi vandamál innan íþróttahreyfingarinnar. Hefur hann rætt vandann við forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ og ráðherra íþróttamála. Telur hann að hér sé um að ræða meinsemd sem hestamenn verði að taka á.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast