fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Dró Samfylkinguna í Reykjavík fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 19:39

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík verði að greiða leigufélaginu Sjónver andvirði 600 þúsund króna í vangoldna húsaleigu. Leigufélagið hafði farið fram á að stjórnmálaflokkurinn myndi greiða 3,6 milljónir en ekki var fallist á þá kröfu.

Sögðu samningnum upp eftir rúma viku

Forsaga málsins er sú að fulltrúaráðið tók atvinnuhúsnæði við Skipholt 19 að leigu og var ætlunin að reka þar kosningaskrifstofu fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Leigutímabilið var frá 31.mars 2021 til 1. október 2021 og var leiguverðið 600 þúsund krónur á mánuði auk þess sem samið var um að trygging uppá 1,2 milljónir yrði lögð fram.

Forsvarsmenn stjórnmálaflokksins greiddu þó aldrei trygginguna né húsaleiguna á réttum tíma og sögðu upp leigunni nokkrum dögum eftir að hafa tekið við húsnæðinu eða þann 8. apríl 2021.

Ástæðan var að eldhús húsnæðisins reyndist vera ófullnægjandi en þeir sem skoðuðu húsnæðið fyrir hönd fulltrúaráðsins sögðu að rafmagnslaust hafi verið þegar skoðunin fór fram og eldhúsið hafi verið skoðað í miklu myrkri. Forsenda fyrir leigunni hafi verið sú að geta borið fram veitingar en ástand eldhússins reyndist vera á þá leið að það væri ekki mögulegt og því var leigunni rift.

Forsendur brotnar

Í rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun kom eftirfarandi meðal annars fram:

„Eftir að við fengum rafvirkja með okkur og við nánari skoðun á ástandi tækja var ljóst að eldhúsið er ónothæft í því ástandi sem það er og alls óvíst hvort hægt er að
koma því í gagnið nema með því að endurnýja megnið af tækjum og innanstokksmunum. Það vantar til dæmis eldavél sem er eitt aðalverkfæri eldhúss og óvíst er með ástand ofnanna. Ef við hefðum séð þetta í fyrstu skoðun hefðum við ekki óskað eftir að leigja staðinn. Þar með eru forsendur á leigu húsnæðisins brostnar.“

Í kjölfarið var deilt uppgjör leigusamningsins en leigufélagið taldi sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni enda heimsfaraldur kórónuveirunnar í gangi og því hægara sagt en gert að finna leigutaka í grænum hvelli. Samfylkingin bauðst til að greiða sáttagreiðslu uppá 600 þúsund krónur, mánaðarleigu, en leigufélagið setti heildar leiguupphæðina, 3,6 milljónir króna, í innheimtu og höfðaði síðan mál í febrúar á þessu ár.

Voru í góðri trú

Niðurstaða héraðsdóms var í stuttu máli sú að leiguseljandinn hafði vanefnt skyldur sínar með því að bjóða upp á ónothæft eldhús þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar hafi verið í góðri trú enda hafi verið veitingarekstur í rýminu og því höfðu þau enga ástæðu til að ætla annað en eldhúsið væri í lagi.

Að endingu var niðurstaða dómstólsins sú að hæfilegt væri að stjórnmálaflokkurinn myndi greiða eins mánaðarleigu, 600 þúsund krónur, auk dráttarvaxta og verðtryggingar. Málskostnaðurinn var hins vegar felldur niður.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita