fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Meintur þjófur fær ekki bætur fyrir að dúsa í gæsluvarðhaldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við þeirri ákvörðun héraðsdóms að dæma meintum þjófi skaðabætur frá íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring. Umræddur einstaklingur hafði fengið dæmdar bætur upp á 200 þúsund krónur en Landsréttur svipti hann þeim.

Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn í Reykjanesbæ fyrir meintan nytjastuld sumarið 2019 og var hann úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þess var sérstaklega getið að án einangrunar eða annarra sérstakra takmarkana.

Maðurinn var hins vegar látinn dúsa í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík yfir nótt, alls í 21 klukkustund, sem hafi verið ígildi einangrunarvistar í stað þess að vera fluttur í betra úrræði á Hólmskeiði. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að meðferðin væri bótaskyld.

Landsréttur benti hins vegar á að lögregla hefði ákveðið svigrúm til að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum, þó ekki meira en fjóra sólarhringa, en að stjórnvöldum bæri skylda til að haga meðferð og aðbúnaði þeirra sem eru vistaðir í slíkum úrræðum í takt við ákvæði stjórnarskrár um að engan megi beita pyntingum eða ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Gæsluvarðhaldsfangar annað slagið vistaðir í fangaklefum

Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf vitnið Páll Winkel fangelsismálastjóri skýrslu. Sagði hann að  Fangelsismálastofnun fái upplýsingar frá lögreglu um að gæsluvarðhaldsfangi sé á leið til vistunar í fangelsi og þá séu jafnan gerðar ráðstafanir til þess að taka við honum. Sá undirbúningur geti tekið tíma ef fangelsin eru full eða ef gæsluvarðhaldshluti fangelsis hefur verið nýttur til að vista afplánunarfanga. Þá geti þurft að ryðja deildina ef gæsluvarðhaldsfangi hefur verið úrskurðaður í einangrun. Því hafi oft fylgt vandamál þegar lögregla hefur komið með gæsluvarðhaldsfanga fyrirvaralaust. Þá kannaðist Páll  við að heimildin til að vista gæsluvarðhaldsfanga í skamman tíma í fangageymslum lögreglu væri nýtt „annað slagið“.

Taldi Landsréttur því aðgerðir yfirvalda lögmætar og sýknaði ríkið af skaðabótakröfunni.

Hér má lesa dóm Landsréttar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim