fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Háværir orðrómar um heilsufar Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 05:59

Hvað er þetta á handarbaki Pútíns? Skjáskot: Twitter/Jason Jay Smart

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hafa orðrómar verið á kreiki um heilsufar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta. Nýleg myndbirting New York Post af forsetanum hefur kynt vel undir orðrómum um að hann sé ekki heill heilsu.

Myndin var birt fyrir um viku síðan en á henni sést Pútín klappa rússneskum hermanni á bakið. Á handarbaki Pútíns sést stór blettur sem margir telja vera eftir að nál hafi verið sett upp til að gefa honum lyf.

Annað atriði sem hefur ýtt undir orðróma um slæmt heilsufar Pútíns er það sem er sagt vera undarlegt fjarfundasamtal. Er Pútín sagður hafa verið mjög fúll á þessum fundi og hent Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, út af honum vegna gangs mála í Úkraínu. Þetta eru upplýsingar sem hafa borist frá ónafngreindum heimildarmönnum í Kreml.

Í kjölfarið er Pútín sagður hafa fengið mikið hóstakast. „Eftir að búið var að loka á útsendingu Shoigu byrjaði Pútín að tala við aðra fulltrúa rússneska hersins en hann gat ekki haldið áfram því hann fékk svo mikið hóstakast. Þetta var svo mikið hóstakast að hann neyddist til að hætta og fá aðstoð læknis,“ segir Telegram-hópurinn General SVR.

Þessi sami hópur heldur því einnig fram að fjölskylda Pútíns hafi miklar áhyggjur af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara