fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Hryllileg árás við Moe´s Bar grill í Breiðholti – Grunaður um að sparka manni niður 23 steintröppur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms og úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna líkamsárásar á staðnum Moe´s Bar grill við Jafnasel í Breiðholtinu. Í úrskurði Landsréttar kemur nafn staðarins ekki fram en RÚV greinir frá því að um þennan stað sé að ræða og að báðir mennirnir séu íslenskir.

Héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfu á þeim forsendum að ekki sé vitað hvort árás hafi átt sér stað. Þessu er Landsréttur ósammála og styðst við gögn úr öryggiseftirlitsmyndavél sem eigandi Moe´s Bar grill framvísaði en þau gögn sýna mann sparka öðrum manni niður tröppur staðarins.

Maðurinn skall með hnakkann í malbikið fyrir neðan tröppurnar. Brotaþolinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og var um tíma þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Í úrskurði Landsréttar segir meðal annars:

„Fyrir liggur myndskeið úr öryggismyndavél […] sem sýnir þegar sparkað er í brotaþola með þeim afleiðingum að hann fellur niður fyrrnefndar steintröppur. Með vísan til þess sem rakið er í hinum kærða úrskurði verður fallist á að sterkur grunur leiki á að það sé varnaraðili sem sjáist sparka í brotaþola á myndskeiðinu, auk þess sem afbrotið sem grunurinn lýtur að getur varðað 10 ára fangelsi.“
Eigandi staðarins hélt fyrst að slys hefði orðið en skoðun á gögnum í eftirlitsmyndavél sannfærði hann að þetta hefði verið árás. Vitnisburðir sjónarvotta benda einnig til þess.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar