fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Skuggalegar vendingar í stríðinu valda Íslendingum ugg og ótta – „Jæja þá er það styrjöldin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 21:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tíðindi bárust núna í kvöld að rússneskt flugskeyti er sagt hafa hæft þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum við Úkraínu. Pólska ríkisstjórnin situr nú á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þó hafnað því að hafa skotið flugskeytunum og kallar fréttir pólskra miðla af atvikinu viljandi tilraun til stigmögnunar.

Talið er að tveir hafi látið lífið í Póllandi en enn er verið að reyna að ná utan um atvikið og greina hvað átti sér stað og með hvaða afleiðingum.

Pólland er í Atlantshafsbandalaginu, NATO og spurningin á allra vörum er núna hvort að talið verður að í þessu atviki hafi falist árás Rússa á NATÓ-ríki.

Telja margir að hér geti orðið kaflaskil í stríði Rússa og Úkraínu og óttast fólk að hér hafi jafnvel orðið upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni.

Ein stærsta árás Rússa á Úkraínu átti sér stað í dag og er talið að á níunda tug eldflaugum hafi verið skotið á skotmörk víða um landið og er stór hluti landsins nú rafmagns- og netlaus. Margar flaugar voru skotnar niður en margar hæfðu skotmörk sín.

Velta menn því fyrir sér hvort loftvarnakerfi Úkraínu hafi valdið því að eldflaug fór yfir landamærin til Póllands.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöld að því lengur sem Rússlandi upplifi sig friðhelga, þeim mun fleiri stafi ógn af þeim. Hann sagði þetta atvik í dag vera alvarlegar stigmögnum og við því verði að bregðast.

Samkvæmt Reuters segist Hvíta Húsið í Bandaríkjunum ekki geta staðfest fréttirnar frá Póllandi og unnið sé með pólskum yfirvöldum að því að afla frekari  upplýsinga.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur óskað eftir fundi strax í utanríkismálanefnd vegna atviksins.

Varaborgarfulltrúinn Pawel Bartoszek segir stjórnarmenn í Póllandi hvetja til stillingar. Enn þurfi að komast að því hvað gerðist áður en viðbrögð eru ákveðin.

Forseti Litháen segir að þjóð hans standi með Póllandi og hverja einustu ögn af yfirráðasvæði Nató verði að vernda.

Utanríkisráðherra Lettlands tók í sama streng og sagði að um alvarlega stigmögnum væri að ræða og að Lettlandi standi með Póllandi og muni styðja við öll þau viðbrögð sem Pólland muni mögulega grípa til í framhaldinu.

Íslendingar fylgjast óttaslegnir með fréttum núna og velta fyrir sér hvort í dag hafi ný styrjöld hafist. Myllumerkið WWIII er núna vinsælt á Twitter.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“