fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
EyjanFréttir

Aðstoðarmaður Bjarna segir Sigríði fara með rangt mál

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 06:38

Hersir Aron, aðstoðarmaður Bjarna, segir Sigríði Dögg fara með rangt mál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vísir því á bug að hann hafi gert kröfu um að Bjarni Benediktsson myndi mæta einn í viðtal í Kastljós í kvöld. Hann segir að flestir sem fylgist með fréttum sjái að Bjarni þori að mæta stjórnarandstöðunni hvenær sem er.

„Lík­lega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shou­tout í Kast­ljósinu, og það oftar en einu sinni. Til­efnið var hins vegar svo­lítið skrýtið í kvöld. Þátta­stjórnandinn Sig­ríður Dögg full­yrti þar að ég hefði sett skil­yrði um að Bjarni Bene­dikts­son yrði einn í við­tals­setti kvöldsins. Upp­leggið hefði upp­runa­lega verið að hann færi í við­tal með stjórnar­and­stæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað. Þetta er rangt,“ segir Hersir.

Hersir segir að hann og Sig­ríður Dögg hafi verið í reglu­legum sam­skiptum í dag, frá því að Bjarni sam­þykkti beiðni hennar um að mæta í Kast­ljós.

„Síð­degis töluðum við saman um fyrir­komu­lag þáttarins, sem yrði þannig að Bjarni kæmi í settið til Sig­ríðar Daggar og svaraði spurningum hennar um skýrslu Ríkis­endur­skoðunar. Þá höfðum við þegar verið í nokkrum sam­skiptum, meðal annars í því skyni að ég reyndi að koma RÚV í sam­band við Banka­sýslu ríkisins – en hún vildi líka fá full­trúa hennar í þáttinn,“ segir Hersir.

Hann segist hafa fengið sím­tal frá Sig­ríði þegar nær dró þættinum um breytt fyrir­komu­lag, að Bjarni myndi mæta stjórnar­and­stæðing.

„Ég benti á að það væri annað en á­kveðið hefði verið skömmu áður og eðli­legt að fyrir­komu­lagið stæði ó­breytt. Það væri ekki sér­stakt hags­muna­mál fyrir okkur að mæta í þáttinn yfir höfuð. Við hefðum þegar verið í sjón­varps­við­tali við kvöld­fréttir RÚV, á­samt fjölda annarra miðla, og ættum auk þess boð í frétta­sett RÚV í beinni. Úr varð hins vegar að halda ó­breyttu fyrir­komu­lagi,“ segir Hersir.

Í kjölfarið hafi Kristrún Frosta­dóttir birt færslu á Facebook um um að Bjarni þorði ekki að mæta henni í Kast­ljósi.

„Flestir sem fylgjast með fréttum og þing­um­ræðum sjá ef­laust að Bjarni hefur „þorað“ að mæta stjórnar­and­stöðunni hvar sem þess þarf, hvort sem er í þing­sal, sjón­varps­sal eða sölum þing­nefnda. Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnar­and­stöðunni í sér­stakri um­ræðu á Al­þingi um skýrslu Ríkis­endur­skoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Í gær

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Í gær

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó