fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Stúlka í Reykjavík ákærð fyrir margvísleg brot – Misþyrmdi stjúpföður sínum með steypuhellu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka um tvítugt hefur verið ákærð fyrir ógnanir og ofbeldi gegn stjúpföður sínum og móður, auk bíræfinna fjársvika og þjófnaðar úr búningsklefa líkamsræktarstöðvar.

Réttað verður yfir stúlkunni á næstunni við Héraðsdóm Reykjavíkur en ákærandi er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Þinghald í málinu verður lokað vegna fjölskyldutengsla.

DV hefur ákæru í málinu undir höndum. Stúlkan er sökuð um ofbeldisbrot utandyra hjá fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu þann 21. maí 2021. Er hún sökuð um að hafa veist að fimmtugum stjúpföður sínum með ofbeldi, slegið hann ítrekað í vinstri handlegg og kastað steypuhellu í vinstri hönd hans. Hlaut maðurinn nokkra áverka af árásinni.

Stúlkan er einnig ákærð fyrir að hafa hótað móður sinni og stjúpföður lífláti sem og að kveikja í íbúðinni þeirra.

Stúlkan er ennfremur sökuð um þjófnað og fjársvik í mars árið 2020. Þá er hún sögð hafa stolið farsíma af manni og farið inn á aðgang að netbanka hans. Þar hafi hún millifært 688.500 krónur yfir á sinn reikning af tveimur reikningum hans.

Stúlkan er ennfremur sökuð um að hafa stolið bíllyklum, farsíma og peningaveski úr búningsklefa í líkamsræktarstöð og tekið bíl ófrjálsri hendi í kjölfarið. Keyrði hún bílinnn um götur höfuðborgarsvæðisins, segir í ákærunni.

Krafist er að hin ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er krafa um að stúlkan greiði stjúpföður sínum 850.000 krónur í miskabætur. Einnig er hún krafin um greiðslu lögmannskostnaðar hans.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu