fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Tveir ungir hafernir drápust úr skæðri fuglaflensu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. nóvember 2022 13:36

Ungur haförn drapst úr fuglaflensu Mynd/Gunnar Þór Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skæð fuglaflensa (HPAI H5N1) greindist fyrst hér á landi í ungum erni sem drapst haustið 2021. Á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands kemur fram að annar ungur örn hafi drepist úr flensunni nú í haust.

Örninn sem drapst úr fuglaflensu haustið 2021 bar senditæki (gps-gsm) og þess vegna tókst að hirða hræið og rannsaka það. Hann var merktur sem ungi í hreiðri við norðanverðan Breiðafjörð í júlí 2021, þá 6–7 vikna gamall. Þar sem símasamband er mjög lélegt á svæðinu var hann í stopulu sambandi. Gert var ráð fyrir því að þegar hann færi að hreyfa sig meira þegar líða tók á haustið myndi hann öðru hverju koma í samband. Það gerðist hins vegar ekki og var farið að huga að honum 10. október, án árangurs.

Hinn 21. október kom fuglinn í samband um 7 km utan við varphólmann og jafnframt hlóðust þá niður staðsetningar allt frá því í júlí. Samkvæmt þeim hafði fuglinn haldið síg í hólmanum og næsta nágrenni (1–2 km radíus) allan tímann. Í ljós kom (samkvæmt hitamæli í tækinu) að örninn hafði drepist 8. október 2021 eða um hálfum mánuði áður. Stórstraumur var 6. október og hefur fuglinn legið rétt fyrir neðan stórstraumsflóðmörk en flotið upp á næsta stórstraumi (21. október) og borist út fjörðinn og þannig komist í samband. Náð var í fuglinn 25. október, 17 dögum eftir að hann drapst og var hann heill að sjá en lítillega farinn að rotna og músétinn á nokkrum stöðum. Hræið var fryst og rannsakað í Þýskalandi í febrúar 2022 og lágu niðurstöður flensugreiningar fyrir í apríl.

Nánar er fjallað um málið á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu