fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bandaríska klámstjarnan Buck Angel sendi bréf á Alþingi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. nóvember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska klámstjarnan Buck Angel er í hópi þeirra sem hefur sent inn umsögn um frumvarp til almennra hegningarlaga sem snýr að bælingarmeðfeðrum. Frumvarpið, sem Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður að, gerir það meðal annars refsivert að láta börn undir 18 ára aldri undirgangast meðferðir til að bæla eða breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu.

Breið sátt er meðal hinsegin samfélagsins um ágæti frumvarpsins en meðal annars hafa Samtökin 78, Intersex Ísland og Trans-Ísland – félags transfólks á Íslandi, sent inn umsagnir þar sem lýst er yfir stuðningi við frumvarpið og því hampað sem mikilvægri lagabreytingu til að stuðla að því að útrýma því grófa ofbeldi sem bælingarmeðferðir eru að mati hópanna. Þá styðja til að mynda Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt frumvarpið heilshugar.

Það eru þó ekki allir sannfærðir um ágæti frumvarpsins.

Einn þeirra er bandaríska klámstjarnan Buck Angel sem sendi Alþingi umsögn sína um frumvarpið. Buck, sem er sextugur að aldri, fæddist sem kona en hóf kynleiðréttingarferli þegar hann var 28 ára gamall. Hann kaus þó að undirgangast ekki aðgerð til að breyta kynfærum sínum og lítur svo á að kynleiðréttingarferli sínu sé lokið.

Í umsögn sinni til Alþingis lýsir Buck eigin kynleiðréttingarferli og hvernig að heilbrigðisstarfsfólk hafi ýtt á hann og spurt erfiðra spurninga um kynáttunarvanda hans. Það hafi gert það að verkum að hann hafi verið viss í sinni sök þegar hann undirgekkst nauðsynlegar aðgerðir.

Segist Buck óttast að frumvarpið, sem hann segir að ég beinlínis hættulegt og ósiðlegtm  auki líkurnar á því að fólk hefji kynleiðréttingarferli án þess að vera visst í sinni sök og þar með geti sumir einstaklingar fyllst eftirsjá eftir að hafa undirgengist óafturkræfar aðgerðir.

Hér má kynna sér þær umsagnir sem borist hafa um frumvarpið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis