fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Réttarhöld framundan vegna skotárásarinnar í Grafarholti – Konan var skotin í magann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi þriðjudag verður þingfesting í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Hrannari Fossberg Viðarssyni sem ákærður er fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar á þessu ári.

DV er með ákæru héraðassaksóknara í málinu undir höndum. Árásin átti sér stað aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar, á bílastæði við götuna Þórðarsveig. Hrannar er ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Skotið var á unga konu og ungan karlmann úr bíl sem Hrannar var farþegi í. Skotin höfnuðu í kvið konunnar og vinstra læri mannsins. Samkvæmt ákæru hlaut konan opið sár á kviðlegg auk áverka á þvagblöðru og rofs á neðanverðum ristli. Maðurinn hlaut sár á neðanverðu vinstra læri.

Í ákæru kemur fram að Hrannar var ekki með skotvopnaleyfi og vopnið sem hann beitt var skammbyssa af gerðinni Beretta.

Héraðssaksóknari gerir kröfu um að Hrannar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ennfremur er krafist upptöku á byssunni.

Konan sem varð fyrir árásinni gerir kröfu um miskabætur upp á 5 milljónir króna. Einnig krefst hún þess að hinn ákærði greiðir henni útlagðan sjúkrakostnað upp á 300 þúsund krónur. Miskabótakrafa karlmannsins hljóðar upp á 3,5 milljónir.

Sem fyrr segir verður málið þingfest í næstu viku. Má því búast við að aðalmeðferð fyrir dómi verði á fyrri hluta næst árs.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd