fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Hinn grunaði í Ólafsfjarðarmálinu látinn laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 18:25

Mynd sýnir sjúkrabíl og lögreglubíl koma á vettvang nóttina sem Tómas Waagfjörð lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem grunaður er um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í Ólafsfirði í byrjun október hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.

Þetta staðfestir verjandi mannsins, Snorri Sturluson, í stuttu samtali við DV. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rann út kl. 18 í kvöld, mánudaginn 7. október. Samkvæmt upplýsingum frá Snorra krafðist lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, ekki framlengingar á gæsluvarðhaldi.

Ljóst er að rannsókn málsins er hvergi nærri lokið. Samkvæmt heimildum DV mun maðurinn hafa neitað sök í málinu og borið við að Tómas hafi hlotið áverka sína eftir að hann réðst á hann. Ekki er vitað hvort borið sé við sjálfsvörn eða hvort Tómas hafi látist fyrir slysni í átökunum sem maðurinn segir að Tómasi hafi átt upptökin að.

Staðfestar heimildir herma að Tómas hafi komið reiður í íbúð á Ólafsfirði þar sem fyrir voru hinn grunaði, eiginkona Tómasar, sem er vinkona hins grunaða, og kona sem var húsráðandi á vettvangi, en atburðurinn átti sér stað í íbúð sem hún leigir. Hinn grunaði og konurnar tvær voru öll í gæsluvarðhaldi í fyrstu en síðan var konunum tveimur sleppt.

DV hefur ekki upplýsingar um hvernig rannsókn málsins miðar og hvort ákæra á hendur manninum sé líkleg eða ekki. Sá möguleiki er fyrir hendi að lát Tómasar verði úrskurðað sem slys en ómögulegt er að ráða í það á þessum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn