fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóra, hefur smíðað og selt ólöglega, hálfsjálfvirka riffla, að sögn byssusmiðs. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Húsleit var fyrir skömmu gerð hjá Guðjóni vegna rannsóknar í Hryðjuverkamálinu, svokallaða, þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa haft áform um að fremja hryðjuverk hér á landi.

Í fréttatímanum var sýnd byssa af gerðinni AR-15, sem er hríðskotabyssa, hálfsjálfvirkur riffill. Slík skotvopn hafa gjarnan verið notuð í skotárásum í Bandaríkjunum.

Fyrir um ári var karlmaður sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa í fórum sínum slíkan riffil því skotvopnið er ólöglegt hér á landi. Maðurinn bar því við að hann hafi ekki sjálfur breytt vopninu heldur keypt það hálfsjálfvirkt af vopnasala. Sá vopnasali er Guðjón Valdimarsson. Guðjón neitaði fyrir dómi að hafa breytt vopninu.

RÚV greinir frá því að annar byssusmiður hafi svo fengið til sín menn sem keypt höfðu sambærilega riffla af Guðjóni. Byssusmiðurinn breytti byssunum svo þær stæðust lög. Byssusalinn, Agnar Guðjónsson, sagði að viðskiptavinir hans hafi fengið veður af því að vopnin væru ólögleg og fengu Agnar til að breyta þeim svo þau stæðust lög. Furðaði Agnar sig á því að í áðurnefndu dómsmáli hafi hlutur Guðjóns í málinu ekki verið kannaður frekar.

Nánar verður fjallað um málið í Kveik í kvöld, en þar var leitast eftir viðbrögðum Guðjóns sem vildi ekki tjá sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar