fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Kasparov segir að þeir Rússar sem enn eru í Rússandi séu nú hluti af stríðsvélinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:00

Garry Kasparov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og andstæðingur Vladímír Pútíns, segir að „sérhver Rússi sem býr í Rússlandi núna sé hluti af stríðsvélinni“ og krefst þess að þeir sem vilja standa réttum megin yfirgefi Rússland.

Þetta sagði hann í samtali við þýska tímaritið Spiegel. Hann sagðist hafa barist gegn Pútín í 20 ár: „Ég sagði alltaf að þessi stjórn myndi óhjákvæmilega verða fasísk ógn, ekki aðeins fyrir Rússland, ekki aðeins fyrir nágrannaríkin, heldur fyrir allan heiminn. Það hefði verið gott ef aðeins fleiri hefðu trúað þessu.“

Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki í of góðri stöðu til setja svona kröfu fram á hendur þeim sem enn eru í Rússlandi í ljósi þess að hann býr erlendis því hann hefur verið í pólitískri útlegð síðan 2013, sagði hann: „Þetta er stríð. Þú ert annað hvort öðrum megin eða hinum megin. Sérhver rússneskur borgari, þar á meðal ég, ber sameiginlega ábyrgð á þessu stríði, ef ekki persónulega ábyrgð. Í dag er Rússland fasískt einræðisríki, sem, á meðan við ræðum saman, fremur glæpi gegn mannkyni. Allir þeir sem búa enn í Rússlandi eru hluti af þessari stríðsmaskínu, hvort sem þeir vilja það eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“