fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Fjöldi áfengisverslana hefur fjórfaldast og neyslan tvöfaldast

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1980 til 2020 jókst sala á áfengi, mælt í vínanda, úr þremur lítrum á mann upp í sex lítra. Þetta á við hvern Íslending 15 ára, og eldri. Á síðustu 30 árum hefur fjöldi útsölustaða ÁTVR fjórfaldast og eru verslanirnar nú um 50. Auk þess hefur afgreiðslutíminn verið lengdur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Svanhildi Hólm Valsdóttur, hjá Viðskiptaráði Íslands, að ein helstu rökin fyrir einkarétti ríkisins á sölu áfengis séu að með því sé verið að takmarka aðgengi að áfengi.

En þrátt fyrir þetta hefur útsölustöðum ÁTVR fjölgað mikið og afgreiðslutími þeirra hefur verið lengdur. Einnig hefur veitingastöðum, sem selja áfengi, fjölgað mikið og brugghús hafa fengi heimild til að selja „beint frá býli“. Einnig hafa áfengiskaup á Internetinu aukist mikið.

Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins, undir forystu Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, standa nú fyrir frumvarpi um að ÁTVR fái heimild til að selja áfengi alla daga ársins. Hún segir að einn megintilgangur frumvarpsins sé að halda sölunni í sérbúðum ÁTVR og auka þannig þjónustuna og koma í veg fyrir að salan færist yfir í almennar matvöruverslanir.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi