fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Stjórnendur MH biðjast afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. október 2022 18:50

Menntaskólinn við Hamrahlíð Mynd-mh.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menntaskólinn við Hamrahlíð lítur kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi mjög alvarlegum augum. Stjórnendur, starfsfólk MH og allt skólasamfélagið stendur með þolendum ofbeldis og ef upp koma mál sem tengjast ofbeldi, af hvaða tagi sem er, viljum við taka á þeim. Þessi mál eru viðkvæm, við erum að læra og við viljum gera betur.“

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem birt er á heimasíðu skólans í kjölfar þess að fjöldi nemenda mótmælti því að þurfa að mæta nauðgurum á göngum skólans og fannst skólinn bregðast sér.

Undir bréfið skrifa Steinn Jóhannsson rektor, Helga Jóhannsdóttir konrektor og Pálmi Magnússon áfangastjóri.

Sjá einnig: Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Í opna bréfinu segir ennfremur að harmað sé að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna mála er varða kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni sem hafa komið upp og ekki var tekið á með viðunandi hætti.

„Við biðjumst innilegrar afsökunar á því. Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga. Eftir fund í dag með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, var ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf.“

Í lok bréfsins segir síðan: „Kæru nemendur við viljum jafnframt biðjast afsökunar á fyrstu viðbrögðum okkar á klósettunum á Matgarði. Kveðja Steinn, Helga og Pálmi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum