fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Deilur eftir sambúðarslit á Austurlandi – Tókust á um söluverðmæti fasteignar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. október 2022 13:58

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í Héraðsdómi Austurlands þann 27. október í máli sem maður höfðaði gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar sem hann krafði hana um helming söluandvirðis fasteignar, 7.750.000 krónur.

Forsaga málsins er nokkuð sérstök. Þegar parið hóf sambúð bjó maðurinn í félagslegu leiguhúsnæði á Austurlandi. Honum var sagt upp leigunni en eftir nokkrar sviptingar féllst sveitarfélagið á að selja manninum eina af þeim félagslegum íbúðum sem settar höfðu verið á sölumarkað. Fékk hann eignina langt undir markaðsverði.

Vegna fjárhagserfiðleika mannsins var sambýliskonan skráð eigandi fasteignarinnar en sýslumaður gerði árið 2009 árangurslaust fjárnám hjá manninum vegna meðlagsskulda. Hann heldur því hins vegar fram að hann hafi verið hinn eiginlegi eigandi íbúðarinnar enda hafi staða hans sem langtímaleigjanda hjá sveitarfélaginu skapað þeim þau fríðindi að geta keypt íbúðina undir markaðsvirði.

Íbúðin var keypt árið 2009 en konan seldi hana árið 2018 á 15,5 milljónir. Þá var parið skilið að skiptum. Maðurinn vildi helminginn af þessari upphæð en konan hafnaði kröfum hans. Hún byggði mál sitt m.a. á því að hún hafi ein verið skráður eigandi fasteignarinnar og maðurinn hafi ekki haft burði til að kaupa fasteignina á sínum tíma. Maðurinn hélt því fram að hann hafi lagt til kaupsamnings- og afsalsgreiðslur en því mótmælir konan og segist sjálf hafa lag til þessa fjármuni.

Það var niðurstaða héraðsdóms að sýkna konuna af kröfum mannsins og fær hann ekkert af söluandvirði eignarinnar, sem eru 15,5 milljónir króna.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“