fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af – Hundur beit skokkara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. október 2022 05:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 02.30 í nótt var ökumaður handtekinn eftir að hann hafði reynt að stinga lögregluna af. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og auk þess var hann ekki með gild ökuréttindi.

Fimm ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra ók stolinni bifreið og reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Annar hafði valdið minniháttar umferðaróhappi áður en lögreglan handtók hann. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Enn annar hafði „rústað“ bifreið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk aðhlynningu á bráðadeild og var síðan vistaður í fangageymslu.

Í Laugarneshverfi var fartölvu stolið frá hótelgesti. Hvorki þjófurinn né tölvan fundust.

Á sjötta tímanum í gær stökk hundur á skokkara og beit hann í lærið. Skokkarinn hlaut minniháttar áverka. MAST verður tilkynnt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bogi Nils: Ísland gæti endað í flokki með ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við

Bogi Nils: Ísland gæti endað í flokki með ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum