fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Lögreglan fær að skoða síma- og netnotkun manns sem braut nálgunarbann – Lét barn stinga bréfi inn um lúguna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. október 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að símafyrirtækjum sé skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um símtöl og netnotkun manns sem rauf nálgunarbann gegn konu sem hann stendur í skilnaði við.

Byggt var á 80. grein laga um meðferð sakamála en hún kveður á um það að heimilt sé í þágu rannsóknar að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatæki.

Lögregla lagði fram mörg dæmi um meint brot mannsins á nálgunarbanni en hann reyndi margsinnis að hafa samband við konuna símleiðis auk þess að senda henni skilaboð. Einu sinni skrifaði hann bréf til konunnar og lét nágrannabarn setja það inn um bréfalúguna. Tilvikin eru tilgreind svo í texta úrskurðarins:

„- 23. júní 2022. Kærði, X reynir að hringja í G úr s. […] (sjá skjáskot)
– 24. júní 2022. Kærði reynir í tvígang að hringja í G úr s. […] (sjá skjáskot)
– 24. júní 2022. Kærði sendir G textaskilaboð/sms (sjá skjáskot meðfylgjandi.)
– 24. júní 2022. Kærði sendir G textaskilaboð/sms (sjá skjáskot meðfylgjandi)
– 25. júní 2022. Kærði sendir G bréf. Lætur barn í hverfinu setja það inn um bréfalúguna.
– 27. júní 2022. Kærði sendir G textaskilaboð/sms (sjá skjáskot meðfylgjandi)
– 6. ágúst 2022. Kærði sendir G textaskilaboð/sms úr símanúmerunum […] og […].
(sjá skjáskot meðfylgjandi).
– 9. ágúst 2022. Kærði sendir H textaskilaboð/sms (sjá skjáskot meðfylgjandi).
– 10. ágúst 2022. Kærði sendir I textaskilaboð/sms. (sjá skjáskot meðfylgjandi).
– 11. ágúst 2022. Kærði sendir I textaskilaboð/sms. (sjá skjáskot meðfylgjandi).
– 11. ágúst 2022. Kærði situr fyrir G og I um kl. 17:00 við […]. (smá mynd meðfylgjandi).“

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar