fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Lögmaður Bubba á fund með útvarpsstjóra út af meintri útilokun lags Bubba og Auðs

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. október 2022 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður tónlistarmannsins Bubba Morthens ásamt framkvæmdastjóra Öldu Music, Sölva Blöndal, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og kröfðust þess að því yrði svarað hvers vegna nýlegt lag sem Bubbi gaf út með tónlistarmanninum Auði hafi varla heyrst á Rás 2. Frá þessu greinir Vísir.

Umrætt lag er lagið Tárin falla hægt sem nýtur mikilla vinsælda á Spotify og er þar á toppi lista yfir þau íslensku lög sem mest hafa verið spiluð. Lagið hefur prýtt toppsætið í um mánuð sem mun benda til fordæma lítilla vinsælda. Telur Bubbi þó að lagið hafi ekki heyrst jafn mikið á Rás 2 og tilefni væri líklega til.

Vísir greinir frá því að lögmaður Bubba, Einar Þór Sverrisson, og Sölvi hjá Öldu Music hafi velt upp þeirri spurningu hvort að dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins hafi haft afskipti af spilun lagsins.

Umræddur dagskrármaður er Atli Már Steinarsson en hann er kærasti einna þeirra kvenna sem hefur stigið fram að sakað Auð um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Vakti það svo eftirtekt að Atli hafi ekki verið með tónlistarþátt sinn Atli það ekki á laugardaginn.

Sjá einnigThelma, Ýr og Katla saka Auðunn um ofbeldi – „Hann hefur ekki beðist afsökunar“

Matthías Már Magnússon, dagskrárstjóri Rásar 2, hafnaði því alfarið að Atli hafi „verið settur á ís“, eins og Vísir orðar það, í kjölfar áðurnefnds fundar. Hann sé hreinlega í fríi sem hafi löngu verið áætlað. Matthías hafnar því einnig að Tárin falla hægt hafi verið útilokað þó að vissulega sé ósamræmi milli spilunar lagsins á Spotify annars vegar og Spotify hins vegar. „Það eru milljón lög sem gera gott mót á Spotify sem við spilum lítið sem ekkert.“

Hann sagði að vissulega hefði Atli Már haft skoðanir á laginu en hann hafi þó sjálfur bent á að hann væri vanhæfur til að tjá sig um það.

Sjá einnig: Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst