fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

„Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:28

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir er gestur Ásdísar Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld. Í þættinum fer Elísabet yfir víðan völl og ræðir meðal annars um sína fyrstu kynlífsreynslu og viðbrögðin sem hún fékk frá móður sinni í kjölfar þess sem hún komst að kynlífinu.

„Þetta var náttúrulega bara íslensk afmeyjun,“ segir Elísabet er hún lýsir þessari reynslu sinni. „Hann var fullur og ég gáði hvort það væri blóð í lakinu, hann sofnaði strax á eftir og hefur eflaust ekki munað hver ég var.“

Þegar móðir Elísabetar komst að því að dóttir sín hafði sofið hjá í fyrsta skiptið brást hún virkilega illa við en Elísabet segir hana hafa barið sig. „Hún sló mig utan undir, reif í hárið á mér og kallaði mig druslu og lufsu,“ segir hún.

Í viðtalinu ræðir Elísabet síðan einmitt um ofbeldisfullt samband sitt við móður sína en það er umfjöllunarefni nýútkominnar bókar hennar sem ber titilinn Saknaðarilmur. Hún talar opinskátt um ofbeldið, óttann, geðveikina, þráhyggjuna, kvíðann, sjálfsvinnuna, edrúmennskuna og þrá hennar um að vera séð og heyrð, að fá ást og viðurkenningu.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum:

video
play-sharp-fill

Undir yfirborðið er á dagskrá Hringbrautar kl. 19:30 og svo aftur kl. 21:30 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Hide picture