fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Fær ekki afhentar myndbandsupptökur af eigin glæp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. október staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms þess efnis að sakborningur í ofbeldismáli fái ekki afhent myndbandsgögn af vettvangi til skoðunar.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa framið líkamsárás laugardaginn 26. desember árið 2020. Er atvikinu lýst svo í texta ákæru:

„fyrir líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 26. desember 2020, að […] í Reykjavík, veist með ofbeldi að A, kt. […], hrint henni svo hún féll á vegg og þrýst henni upp að veggnum, slegið hana með handleggnum í andlitið, rifið í hár hennar, sparkað í neðri hluta líkama hennar og búk og hrint henni niður tröppur svo hún féll á stétt, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun á kjálkalið, hálshrygg og öxl, mar á andliti, brjóstkassa, kviðvegg og fótlegg, tognun á vinstri baugfingri og ökkla og eyrnasuð.“

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal verjandi jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. Það er mat bæði héraðsdóms og Landsréttar í málinu að afhending gagna gildi aðeins um skjöl á pappírsformi. Viðurkennt er að maðurinn eigi rétt á að skoða myndbandsupptökurnar hjá lögreglu en því er hafnað að hann eigi rétt að fá myndbandsupptökurnar afhentar.

Sem fyrr segir hefur maðurinn verið ákærður fyrir líkamsárás gegn konu og er þess krafist að hann verið dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan sem varð fyrir árásinni krefst jafnframt skaðabóta.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa