fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Mygla hefur fundist í 24 skólum í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 09:00

Fossvogsskóli er einn mygluskólanna. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 14 leikskólum og 10 grunnskólum hefur mygla fundist. Flytja hefur þurft starfsemi fimm skóla og fljótlega bætast tveir í þann hóp.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Laugardalurinn sé það hverfi þar sem flest myglutilfelli hafa komið upp, sjö í heildina. Mygla hefur fundist í fimm skólum í Vesturbænum, fjórum í Háaleitis- og Bústaðahverfi og fjórum í Árbæ og Norðlingaholti, þremur í Miðborginni og einum í Breiðholti.

Hagaskóla, Laugarnesskóla, Sunnuás, Grandaborg og Nóaborg hefur verið lokað að heild eða að hluta til. Á næstunni bætast Vogaskóli og leikskólinn Árborg við þennan lista vegna framkvæmda sem þar eru að hefjast.

Börnin þurfa mörg hver að ferðast langar leiðir til að sækja skóla og Hagaskóli og Grandaborg hafa þurft að skipta starfsemi sinni í þrennt.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns