fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Hvað er Pútín að gera?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 06:55

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán rússneskar MiG-29 orustuþotur, sem hafa verið geymdar á Millerovo herflugvellinum nærri úkraínsku landamærunum, eru horfnar ef miða má við gervihnattamyndir.  Það sama á við um orustuþotur sem voru geymdar á herflugvelli í Kursk.

Úkraínskur hernaðarmiðill hefur velt þeirri spurningu upp hvort nota eigi vélarnar í lofthernaði í Úkraínu. Miðillinn, Military Aviation, skrifar á Twitter að það virðist sem þessar MiG-29 bætist fljótlega við skýrslur um tap rússneska hersins í Úkraínu og birtir mynd af Millerovo herflugvellinum fyrir og eftir að vélarnar hurfu.

Einnig er því velt upp á miðlinum hvort vélarnar hafi verið afhentar hinum svokallaða Wagnerhópi en það er fyrirtæki sem útvegar rússneskum yfirvöldum málaliða. Eigandi þess hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns, því þeir eru góðir vinir.

Ekki er vitað af hverju Rússar fluttu flugvélarnar en bent hefur verið á að þeir noti MiG-29 yfirleitt sem varnarflugvélar en ekki árásarflugvélar. Ekki er þó talið útilokað að þeir gætu tekið upp á að nota þær til árása.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið