fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Líkamsárás á fjölskylduföður á veitingastað í Breiðholti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. október 2022 07:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fór með fjölskyldu sína á veitingastað í Breiðholti að kaupa mat í gærkvöld varð fyrir árás ókunnugs manns. Maðurinn réðst á hann af tilefnislausu. Árásarmaðurinn var í annarlegu ástandi og var handtekinn á staðnum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka vegna árásarinnar.

Tilkynnnt var um atvikið laust eftir kl. 19 í gær en greint er frá þessu í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að maður gekk viljandi fyrir bíl á Reykjanesbraut laust fyrir kl. 18 í gær. Hlaut hann áverka á ökkla og skurði á olnboga. Bíllinn skemmdist á vélarhlíf.

Á fimmta tímanum í nótt var kona handtekin í miðbænum fyrir að veitast að dyravörðum veitingastaðar og spark í lögreglubíl. Konan var síðan látin laus að loknu samtali við lögreglu.

Umferðaróhapp varð á Elliðavatnsvegi á þriðja tímanum í nótt.  Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók út af veginum. Bíllinn hafnaði töluvert utan vegar og var mikið skemmdur eftir óhappið. Hafði m.a. ekið yfir stórt grjót og endaði í runna.  Ökumaður og einn farþegi í bifreiðinni voru í bílnum en ekki eru skráðír neinir áverkar í skýrslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“