fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Biskupsstofa hugleiðir að svipta séra Gunnar Björnsson hempunni – Fær ekki að stunda prestsverk vegna siðferðisbrota

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. október 2022 13:55

Séra Gunnar Björnsson. Mynd: Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til skoðunar er hjá Biskupsstofu að svipta sóknarprestinn fyrrverandi, Gunnar Björnsson, hempunni. Stundin greinir frá þessu.

Séra Gunnar er sestur í helgan stein en hefur af og til freistað þess að sinna prestsverkum þegar eftir því hefur verið óskað sérstaklega. En slíkum beiðnum hefur verið neitað.

Mannlíf greindi frá því í september að Gunnari hefði verið bannað að jarðsyngja konu í Hveragerði þrátt fyrir eindregna ósk fjölskyldu hinnar látnu. Mikil vinátta hefur verið milli Gunnars og fjölskyldu konunnar. Sonur konunnar sakaði þar Agnesi Sigurðardóttur biskup um hatur í garð séra Gunnars.

Í Stundinni í dag er rifjuð upp saga ásakana á hendur séra Gunnari um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun. Árið 2009 sýknaði Hæstiréttur Gunnar af ákæru um kynferðislega áreitni gegn tveimur stúlkum á Selfossi á þeim forsendum að háttsemin hefði í skilningi laganna ekki getað flokkast sem kynferðisleg áreitni eða ósiðlegt athæfi. Þrjár aðrar slíkur kærur á Gunnar voru rannsakaðar af lögreglu en málin felld niður.

Bæði siðanefnd Prestafélags Íslands og úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar fjölluðu um mál séra Gunnars og töldu hann hafa brotið siðferðislega af sér. Af þeim sökum er sú afstaða biskups og Biskupsstofu skýr, að hann eigi ekki að fá að sinna prestsverkum framar.

Við þetta má bæta að árið 2019 stigu fimm konur fram í Stundinni og lýstu kynferðislegri áreitni Gunnars gegn sér þegar þær voru á barnsaldri og voru nemendur hans í tónlist.

Í lok fréttar Stundarinnar segir að engin fordæmi séu fyrir því hérlendis að prestar séu sviptir hempunni á seinni árum. Engu að síður mun það vera til umræðu á Biskupsstofu að það verði gert í tilfelli Gunnars og mögulega fleiri presta sem gerst hafa sekir um siðferðisbrot.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli