fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Æsingur konu í verslun dregur dilk á eftir sér – Kastaði blómum í ruslið og afgreiðslukonan ýtti á árásarhnappinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. október 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem missti stjórn á sér í verslun árið 2018 hefur stefnt ríkinu vegna meintrar ólöglegrar handtöku og fleiri lögregluaðgerða gegn sér. Dómur var kveðinn upp í miskabótamáli konunnar gegn ríkinu þann 12. október síðastliðinn.

Aðdragandi málsins er sá að konan var stödd í verslun þegar henni sinnaðist við afgreiðslustúlku í versluninni. Á leiðinni út tók hún blómvönd sem var til sölu í versluninni og fleygði í ruslafötu. Í stefnu hennar í málinu er greint frá því að hún iðrist þessara gjörða sinna. Starfsmaður í versluninni kallaði til lögreglu með því að ýta á svokallaðan árásarhnapp. Konan ók bíl sínum af bílastæði verslunarinnar en stöðvaði hann skömmu síðar út í vegarkanti. Þar bar lögreglu að og grunaði konuna um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hún því handtekin og flutt á lögreglustöð. Þar var henni gert að skila þvagprufu og tekið var blóðsýni úr henni.

Konan byggir mál sitt á því að þessar þvingunaraðgerðir lögreglu hafi verið ólöglegar og leiði til bótaskyldu ríkisins gegn henni. Ríkið hafnar kröfunni og byggir meðal annars á því að lyf sem mældist í blóði konunnar hafi haft áhrif á aksturshæfni hennar og hún hafi ekki verið í ástandi til að aka bíl. Legið hafi fyrir rökstuddur grunur um að konan væri undir áhrifum lyfja.

Konan krafðist 1,8 milljóna króna í bætur. Héraðsdómur varð ekki við kröfum konunnar og sýknaði ríkið í málinu. Málskostnaður greiðist hins vegar úr ríkissjóði en konan naut gjafsóknar.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli