fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Páll kærir Björn til siðanefndar blaðamanna – Viðtal við Helga og Þóru dregur dilk á eftir sér

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 19:00

Páll Steingrímsson, Björn Þorláksson og Eva Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögmaður, hefur fyrir hönd Páls Steingrímssonar kært Björn Þorláksson, blaðamann Fréttablaðsins og Hringbrautar, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Tilefnið er viðtal Björns við fjölmiðlafólkið Helga Seljan, rannsóknarritstjóra Stundarinnar, og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, í Fréttavakt Hringbrautar þann 23. september síðastliðinn.  Þar ræddu þrímenningarnir sakamál sem er til rannsóknar þar sem Þóra, ásamt þremur öðrum blaðamönnum – Þórði Snæ Júlíussyni, Arnari Þór Ingólfssyni og Aðalsteini Kjartanssyni, er sökuð um brot á friðhelgi einkalífs Páls en málið hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum.

Kæran, sem DV hefur undir höndum, er í sjö liðum en í síðasta lið hennar kemur fram að eftir þáttinn hafi Eva sent ritstjórn Hringbrautar bréf þar sem úrbóta var krafist. Þeim pósti hafi ekki verið svarað né ítrekunarpósti sem sendur var nokkru síðar. Segir í bréfinu að það, að virða umkvörtunina ekki svars, sé eitt og sér brot á siðreglum blaðamanna.

Framkoma Björns sögð ósmekkleg

Í kærunni  er framkoma Björns í þættinum sögð hafa verið ósmekkleg en hann hafi haft sakamálið, sem sagt er tengjast fjölskylduharmleik, í flimtingum og það hafi ollið fólki sem eigi um sárt að binda óþarfa sársauka og vanvirðu. Er meðal annars vísað til þess að Björn hóf þáttinn á því að spyrja Helga og Þóru á léttu nótunum hvort að þau hafi eitrað fyrir nokkrum eða stolið nokkrum símum þann daginn. Sú spurning hafi, að mati Evu og Páls, vísvitandi afvegaleitt umræðuna enda hafi Þóra og áðurnefndu blaðamennirnir þrír aldrei verið sakaðir um slíkt athæfi.

Ekki hafi verið fjallað um að sakarefnið, að skoða, afrita og dreifa persónulegum gögnum úr síma Páls og þau álitamál sem því tengjast að blaðamenn komist yfir viðkvæm gögn.

Þá er hnýtt í það að Björn hafi stýrt þættinum þrátt fyrir að tengjast sakborningnum, sem talinn er hafa komið síma í hendur blaðamanna, fjölskylduböndum. Tengslin eru að mati lögfræðings Páls nógu skýr til að þess að einhliða umfjöllun stríði gegn siðareglum blaðmanna.

Einnig er gagnrýnt að í þættinum hafi Helgi og Þóra, sem tengjast nánum vinaböndum, verið hampað sem einskonar hetjum en að andinn í þættinum hafi  sent áhorfendum þau skilaboð að umræddri lögreglurannsókn hafi verið beint gegn rannsóknarblaðamennsku og umfjöllunin gengið svo langt að afhending blaðamannaverðlauna hafi átt sér stað í fréttaskýringaþættinum. Upplýsingaöflun, úrvinnsla og framsetning hafi því fjarri því verið vönduð og það það sé brot á siðareglum.

Fyndið en einnig grafalvarlegt

Þegar kæran var borin undir Björn sagðist hann vera að vinna að í greinargerð vegna kvörtunar Páls þar sem hvert einasta kæruefni yrði hrakið. Að hans mati sé enginn fótur sé fyrir að blóðbönd eða tengsl hafi haft áhrif á þáttastjórnunina. Björn telur á hinn bóginn að það sé alvarlegt fyrir gangverk samfélagsins, þar sem fjölmiðlar séu einn af hornsteinum lýðræðisins, að tími blaðamanna fari í að svara slíkri vitleysu í stað þess að veita valdinu aðhald.

„Og að það gerist hér vegna sjónvarpsþáttar á Hringbraut þar sem aðalþemað var þöggun blaðamanna og þrýstingur til að fæla þá frá umfjöllun og hrekja þá úr störfum er ekki bara fyndið heldur líka grafalvarlegt,“ segir Björn.

Önnur málsókn gæti fylgt í kjölfarið

Þetta er ekki eina mögulega málsóknin sem tengist umræddu viðtali en Hringbraut barst bréf eftir þáttinn frá Halldóri Brynjari Halldórssyni, lögmanni Örnu McClure, starfsmanni Samherja, þar sem fram kom að skjólstæðingur hans myndi áskilja sér rétt til þess að bregðast við þvi.

Kom fram í bréfinu að hlutlægno hafi ekki verið gætt í viðtalinu og þá hafi ekki verið haft samband við Örnu áður en þátturinn var sýndur þrátt fyrir að vegið hafi verið að henni í þættinum. Engin til­raun hafi verið gerð til að leið­rétta meintar rang­færslur sem fram hafi komið hjá við­mælendum.

„Er ó­hjá­kvæmi­legt að gera við það al­var­lega at­huga­semd að meðal annars sak­borningi í virkri lög­reglu­rann­sókn sé þannig veittur ó­heftur að­gangur til að koma sjónar­miðum sínum á fram­færi í fjöl­miðli og vega að brota­þola [Örnu, inn­skot blaða­manns] ó­hindrað, án þess að sjónar­miða brota­þola sé leitað eða honum veitt tæki­færi til að bera hönd fyrir höfuð sér. Er allur réttur á­skilinn vegna þessa,“ segir í bréfinu.

Í frétt um bréfið á Hringbraut kom fram að Örnu hafi verið boðið að koma í viðtal í kjölfar þáttarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Skjól­stæðingur minn hefur hingað til talið rétt að halda sig til hlés þar sem virk lög­reglu­rann­sókn er í gangi. Mun hún meðan svo er ekki tjá sig opin­ber­lega til að forðast nokkuð sem á­hrif geti mögu­lega haft á rann­sóknina,“ segir meðal annars í svari Hall­dórs Brynjars.

Hér má hlýða á viðtalið umdeilda í Fréttavaktinni þann 23. september

Fyrirvari: DV er hluti af fjölmiðlasamsteypu Torgs ehf. sem á einnig og rekur Fréttablaðið og Hringbraut.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí