fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Par sakfellt fyrir vörusvik í IKEA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2022 12:00

IKEA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og karl voru sakfelld þann 30. september síðastliðinn, fyrir Héraðsdómi Reykjaness, fyrir margendurtekin fjársvik í IKEA.

Athæfi parsins var með þeim hætti að þau fóru í innkaupaferðir í IKEA-verslunina, afgreiddu sig sjálf á sjálfsafgreiðslukassa en settu röng strikamerki á vörurnar og keyptu þær þannig á margföldum afslætti.

Í dómnum eru tilgreindar fimm slíkar innkaupaferðir og meðal þess sem parið festi kaup á voru húsgögn, handklæði, rúmföt, lampar, veggljós og margt fleira.

Í fyrstu tilgreindu innkaupaferðinni keypti parið vörur að verðmæti 148 þúsund krónur á 4.500 krónur. Í annarri innkaupaferðinni voru vörur fyrir 31.000 krónur keyptar á rúmlega 3.000. Í þeirri þriðju keyptu þau vörur að andvirði 36.485 kr. fyrir aðeins 6.785 kr. Í fjórðu ferðinni voru keyptar vörur fyrir rúmlega 24.000 krónur á hálfvirði. Í fimmtu ferðinni voru vörur fyrir tæplega 60.000 krónur keyptar á innan við fimm þúsund krónur.

Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og jafnframt var upplýst að þau hafa ekki gerst áður brotleg við lög.

Konan hafði sig meira í frammi en maðurinn í þessum sérstæðu innkaupum og hlaut 60 daga skilorðsbundið fangelsi en hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“