fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur gefur í skyn að hryðjuverkamálið tengist frumvarpi ráðherra um auknar valdheimildir lögreglu – „Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 1. október 2022 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar aðsenda grein á Vísi í dag, sem ber heitið Jón Spæjó,  þar sem segir það varla lviljun að hryðjuverkamálið svokallaða  komi upp á sama tíma og að nýtt frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu sé tilbúið í ráðuneyti Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, og verði brátt lagt fram til Alþingis.

Eins og alþjóð veit sitja tveir menn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárás hérlendis. Málið er fordæmalaust hérlendis og hefur  vakið athygli stærstu fjölmiðla heims. Í áðurnefndri grein fer Vilhjálmur yfir atburðarrásina sem hann telur augljóslega litaða af pólitík.

„Það er haust. Það styttist í að fjárlög ríkisins komi til umræðu á Alþingi. Þegar þeir stíga á stokk íbyggnu mennirnir með alvarlega lúkkið í svörtu búningunum og lýsa því yfir að þeim hafi naumlega tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk. Landsmenn og konur fá hland fyrir hjartað og margfalt fleiri trúa því í dag en í gær að mannskætt hryðjuverk verði framið á Íslandi.

Dómsmálaráðherra er sleginn í yfir fréttum lögreglunnar. Hann hrósar lögreglunni í hástert fyrir að hafa afstýrt voðaatburði. Hann segir að skelfilegar aðstæður séu að myndast á Íslandi og almenningur þurfi að horfast í augu við veruleikann. Á Lagadeginum segir saksóknari að huga þurfi að því að koma upp málmleitarhliðum í dómhúsum. Okkar eigið USA. Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi faðmast tárvotur yfir því að vera enn á lífi og allir klappa öllum á bakið,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann bendir svo á að dómsmálaráðherra hafi umsviflaust flaggað nýju lagafrumvarpi sem þannig vilji til að sé tilbúið í ráðuneytinu.

„Dómsmálaráðherra segir að lagafrumvarpið sé nákvæmlega það sem kallað hafi verið eftir. Tímasetningin sé tilviljun. Einmitt. Við erum öll fífl. Lagafrumvarp samið af lögreglu fyrir lögreglu til þess að njósna um borgarana eftir geðþótta lögreglu án þess að grunur sé um afbrot og íþyngjandi eftirlits dómstóla. Nafnið er reyndar snilld. Frumvarp um heimildir til afbrotavarna. Hver kaupir það ekki? Afbrotavörn. Nafnið breytir samt engu. Þetta er bara nýtt orð yfir sama skítinn. Réttinn til að njósna. 1984 eftir Orwell,“ skrifar lögmaðurinn.

Hann segir kröfuna ekki nýja af nálinni og hafi margoft komið fram áður. Nú sé einungis sá munur að meint hryðjuverk séu notuð sem átylla. Segir Vilhjálmur að í framtíðinni verði það kannski stórhættulegir blaðamenn sem ógni þjóðaröryggi með fréttaflutningi sínum en fyrir 10 árum hafi það verið Hells Angels.

„Sú ætlan lögreglu leiddi til að forsprakki samtakanna var látinn rotna í gæsluvarðhaldi við ómannúðlegar aðstæður í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í tæpa sex mánuði. Hann var síðan ákærður fyrir allt og ekkert. Stuttu síður var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Hæstarétti. Mörgum árum síðar voru honum dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur vegna aðfarar íslenska ríkisins að mannréttindum hans. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi beðið hann afsökunar á því að íslenska ríkið lagði líf hans í rúst. Tilgangurinn helgar meðalið,“ skrifar hann og endar greinina á þessum orðum:

„Lögreglan hefur í dag víðtækar valdheimildir til þess að beita borgaranna þvingunarráðstöfunum í þágu rannsóknar á sakamálum s.s. símahlerun, herbergjahlustun, skoðun á rafrænum gögnum, staðsetningu á grundvelli símaganga, beitingu eftirfararbúnaðar o.s.frv. Í dag eru þessar aðgerðir lögreglu háðar samþykki og sæta eftirliti dómstóla eins og eðlilegt er í réttarríki. Því má alls ekki breyta.“

Greinina má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg