fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

DV spyr: Hversu oft hefur þú farið til útlanda frá því að Covid hófst?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ár eru nú liðin frá því að fyrstu fréttir tóku að berast af dularfullri veiru sem gekk manna á milli í Wuhan héraði í Kína. Þann 28. febrúar næstkomandi verða svo liðin tvö ár frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi.

Fyrir faraldurinn voru Íslendingar án efa ein ferðaþyrstasta þjóð heims, en samkvæmt tölum Íslandsstofu fyrir árið 2019 fóru Íslendingar að meðaltali rétt tæplega þrisvar á ári í frí út fyrir landsteinana.

Eins og við var að búast hafa þessar tölur hrunið undanfarin tvö ár á Covid tímum, en þó er ljóst að rofað hefur til. Play tilkynnti til að mynda í gær að flugfélagið hafi flutt yfir 101 þúsund farþega á fyrstu sex mánuðum og á tímabili síðasta haust virtist hreinlega öll þjóðin vera á faraldsfæti eftir að hafa hlýtt fyrirmælum um að „ferðast innanlands“ árið áður.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda á faraldsfæti hafa ferðaviðvaranir verið í gildi til allra landa heims síðan í lok síðasta árs, og þar áður voru öll lönd heims nema Grænland talin til hættusvæða.

DV spyr því, af einskærri forvitni, hefur þú ferðast til útlanda á undanförnum tveimur árum, og ef svo – hversu oft?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás