fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Hópsmit meðal sjúklinga og starfsfólks á Vogi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 07:02

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópsmit kórónuveiru er komið upp á sjúkrahúsinu Vogi. Smit eru meðal sjúklinga og starfsfólks. Í gærkvöldi var búið að staðfesta tíu smit með hraðprófum og beðið var eftir niðurstöðum úr PCR-prófum sem voru tekin í gær.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Hún sagði að gengið sé út frá því að jákvæðu hraðprófin séu einnig jákvæð. „Við gerum ráð fyrir því að þetta séu nú ekki tíu fölsk hraðpróf,“ sagði hún.

Hún sagði að hratt hafi verið brugðist við og allir þeir sem greindust jákvæðir séu í sóttkví og einangrun og búið sé að hafa samband við sjúklinga og starfsfólk.

Hún sagði að mikil röskun verði á starfseminni á Vogi næstu daga. Allir sjúklingarnir séu nú í sóttkví og væntanlega fari þeir flestir ef ekki allir heim í sóttkví. Ekki verður tekið á móti nýjum sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“